Slysavarnadeildir

Covid 19 heimsfaraldurinn er því miður ekki á miklu undanhaldi og framundan eru tímar sem munu hafa áhrif á starf slysavarnadeilda, fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur, sem geta tekið breytingum með litlum fyrirvara.  Nú mun reyna á deildir að vera hugmyndaríkar og úrræðagóðar að finna leiðir til að útfæra félagsstarf næstu mánuði innan þeirra takmarkana sem yfirvöld setja. 

 Verið hugmyndarík að finna nýjar leiðir til að halda fundi, vinnukvöld eða fjaraflanir. Nýtið tæknina eins og hver deild ræður við og heyrið í öðrum slysavarnadeildum og hlerið hvernig þær eru að gera hlutina.  Rafrænt bingó, rafræn spurningakeppni https://kahoot.com/ eða hvað annað sem eykur félagsandann.

Einnig eru slysavarnadeildir hvattar til að nýta Facebook síður félagsins til að kalla eftir hugmyndum eða leiðum til að gera félagsstarfið jákvætt og gleðilegt komandi vetur.

 Atriði sem þarf að huga vel að:

 • Þrífa og sótthreinsa alla sameiginlega snertifleti í húsnæði deildarinnar
 • Hafa handspritt á áberandi stöðum
 • Hafa hanska og andlitsgrímur fyrir þá sem það vilja
 • Minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir og mikilvægi þeirra
 • Ef fólk finnur fyrir einkennum t.d.  hósta, hita, höfuðverk, beinverkjum eða öðru sem gæti bent til smits þá alls ekki að mæta á viðburði á vegum deildarinnar
 • Setja upp fundaraðstöðu með tilliti til sóttvarnareglna og fjöldatakmarkana, sem gefnar eru út af yfirvöldum, áður en að fundur hefst
 • Merkja vel og sýnilega í húsnæði deildar hversu margir geta verið saman inn í ákveðnum rýmum, t.d. kaffistofum, hægt er að hafa myndrænar leiðbeiningar
 • Ef húsnæði er deilt með öðrum þá er gott að setja sér upp vinnureglur um sóttvarnir og þrifnað
 • Hafa góða skráningu yfir félagsfólk á viðburðum til að auðvelda rakningu ef smit kæmi upp
 • Ef námskeið er haldið á vegum deildarinnar þá þarf að passa að sótthreinsa allan þann búnað sem notaður er eftir hvern einstakling eða námskeið

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

 • ms_hvitt