Slysavarnafélagið Landsbjörg - Lög um öryggisfræðslu
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Lög um öryggisfræðslu

Í lögum um lögskráningu sjómanna nr. 43 frá 30. mars 1987, með síðari breytingum, segir í II. Kafla 7 gr. um framkvæmd lögskráningar að við fyrstu árlegu lögskráningu í skiprúm, skal sýna lögskráningarstjóra m.a.: Yfirlýsingu um að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt. Siglingastofnun er heimilt að veita skipverja tímabundinn frest í eitt sinn til þess tíma sem hann er skráður á öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila.

4. gr. reglugerðar um lögskráningu sjómanna nr. 880/2001, kveður á um öryggisfræðslunámskeið. Þar segir m.a. að óheimilt sé að ráða og lögskrá mann til starfa á íslenskt skip nema hann hafi gengist undir námskeið í öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila. Þar er jafnframt ákvæði um að öryggisfræðslu skipverja skuli endurnýja eigi sjaldnar en á fimm ára fresti með námskeiði við Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila.
Gerast bakvörður