Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Fjarnámskeið, bóklegi hlutinn. Verklegi hlutinn verður kenndur síðar þegar aðstæður leyfa.
Markmið námskeiðsMarkmið með námskeiðinu er að nemendur hafi þekkingu á þeim björgunar- og öryggisbúnaði sem er um borð í skipum. Einnig hvernig bregðast má við slysum og óhöppum, fyrirbyggja þau og nota persónulegar varnir. Að menn geti brugðist rétt við á neyðarstundu.
InntökuskilyrðiEkki er krafist inntökuskilyrða á námskeiðið og er það öllum opið.
Tímalengd3 dagar fjarnám, bóklegi hlutinn og 1 dagur verklegi hlutinn.
Sérstakar ábendingarÞátttakendur hafi með sér inniskó. Þá daga sem verklegar sjóæfingar eru þurfa þeir að hafa með föt til skiptanna. Starfsmenn skólans gefa nánari fyrirmæli varðandi hvenær aukafatnaðar er þörf.