Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Inntökuskilyrði
Nemendur þurfa að hafa verið í stjórnunarstöðu áður en þeir sækja námskeiðið.
Námskeiðið er haldið um borð í Sæbjörgu Austurbakka Reykjavíkurhöfn.
Uppbygging og efni námskeiðsins tekur mið af og fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í köflum A-II/1 og A-III/1 og töflum A-II/1 og A-III/1 í STCW kóðanum er varða mannauðsstjórnun í brú og í vélarúmi
Markmið með námskeiðinu er að auka hæfni stjórnenda til samskipta, ákvarðanatöku og að takast á við neyðarástand. Einnig að þeir geti hámarkað afkastagetu sína og annarra skipverja, samlagast fjölþjóðaáhöfn, tekið áskorunum og verið í ásökunarlausu umhverfi um borð í skipum sínum. Því til viðbótar að auka skilning manna á mikilvægi þess að fram fari rannsókn og mat á atvikum, gera áætlanir og hafa viðrunarfundi eftir atvik sem verða um borð til að auka öryggi heildarinnar. Námskeiðið miðar að kröfum um Bridge Resource Management og Engine Resource Management