Starfið á tímum COVID19

Stjórn félagsins og félagseiningar þess hafa frá upphafi Covid-19 faraldursins aðlagað starf sitt og viðbragð með tilliti til þeirra sóttvarna- og fjarlægðareglna sem yfirvöld hafa sett hverju sinni. Nú á haustmánuðum hvatti stjórn félagsins allar félagseiningar sínar, björgunarsveitir, slysavarnadeildir og unglingadeildir, til að halda úti eins öflugu starfi og framast er unnt í þessu skrítna ástandi. Félagsstarfi sem er mjög mikilvægt og er grunnur að starfi félagsins s.s. æfingar, námskeið, vinnukvöld o.fl.

Allar félagseiningar hafa aukið sóttvarnir í sínum húsum og m.a. sett sér skipulag varðandi útköll og þannig aðlagað starfsemina að breyttu umhverfi. Slysavarnafélagið Landsbjörg mun eftir sem áður sinna mikilvægu hlutverki sínu í almannavarnakerfi landsins og mun leggja sig fram um að sinna öllum verkefnum sem upp kunna að koma með öryggi og hag almennings og félaga sinna að leiðarljósi.

  • Björgunarsmiðstöðin er lokuð fyrir utanaðkomandi aðilum vegna neyðarstigs almannavarna
  • Starfsfólk skrifstofu veita þjónustu til félagsfólks sitt í gegnum tölvupóst og síma
  • Fjarkennslunámskeið Björgunarskólans eru í fullum gangi
  • Fjarnám Björgunarskólans er í fullum gangi
  • Engar æfingar eða námskeið með öðrum félagseiningum
  • Hafa þarf samband við skrifstofu ef félagsfólk vill máta og kaupa einkennisfatnað
  • Slysavarnaskóli sjómanna kennir öll sín námskeið í fjarkennslu á meðan hertar sóttvarnareglur eru í gildi

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt