Slysavarnafélagið Landsbjörg - Átak gegn einelti
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Átak gegn einelti

ÆV leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn sé ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga þannig að gæta vandvirkni og samvikusemi og koma fram af umhyggju, heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með og fyrir. ÆV leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda og sýni góða hegðun og gott fordæmi, jafnt í starfi sem utan þess. ÆV hóf sumarið 2012 vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Samhliða útgáfu áætlunarinnar var eineltisplakat gefið út. Tilgangurinn með gerð og útgáfu aðgerðaáætlunarinnar er að öllum geti liðið vel í leik og starfi innan ÆV. Allir sem starfa innan ÆV eiga að þekkja þessa áætlun og þeim ber að virða hana þannig að þeir sem taka þátt í starfi ÆV geti notið sín á jákvæðan hátt. Markmið áætlunarinnar er því að auka gæði þess góða starfs sem nú þegar er unnið innan ÆV. Í tengslum við aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti var ráðgjafahópur ÆV um einelti stofnaður. Tilgangur og markmið hópsins er að koma inn í þrálát og erfið eineltismál sem stuðningur við starfsmenn og sjálfboðaliða innan aðildareininga ÆV og foreldra/forráðamenn. Samið var við Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing um útgáfu á leiðbeiningarritið, EKKI MEIR um forvarnir í einelti og úrvinnslu eineltismála. Samhliða útgáfu aðgerðaáætlunarinnar og plakatsins stóð ÆV fyrir tíu opnum fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála víðs vegar um landið.
Gerast bakvörður