Slysavarnafélagið Landsbjörg - Verndum þau
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Verndum þau

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir Verndum þau námskeiðum. Námskeiðin eru byggð á efni bókarinnar, Verndum þau, og fjalla um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. ÆV gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan vettvangsins sæki námskeiðið.

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi - líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum. Samtals voru þátttakendur á námskeiðunum 250 manns. ÆV telur það mjög mikilvægt að bjóða og standa fyrir þessum námskeiðum. Þau auka fagkunnáttu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa innan ÆV. Gerir starfsfólk og sjálfboðaliða betur í stakk búna til þess að hlúa enn frekar að velferð barna og ungmenna sem það er að starfa með. Þar sem námskeiðin eru síðan auglýst opin þá hefur annað fagfólk einnig hag af þeim.
Gerast bakvörður