Slysavarnafélagið Landsbjörg - Unglingadeildir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Unglingadeildir

Í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru starfandi 54 unglingadeildir um land allt. Unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru fyrir alla unglinga á aldrinum 13-18 ára. Í unglingadeildum er í raun verið að þjálfa björgunarsveitarfólk framtíðarinnar og er mikilvægt að áhuginn sé með frá upphafi og þjálfunin byrji snemma á ferlinum. Allar unglingadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru starfræktar sem einingar innan björgunarsveita.

Í hverju felst þjálfunin?

Starfið felst í kynningu og kennslu á hinum ýmsu þáttum björgunarstarfsins, þ.á.m. ferðamennsku, rötun, kortalestri, fjallamennsku, sigi, fyrstu hjálp, leitartækni og fleiru. Auk námskeiðanna eru stundaðar æfingar tengdar ofangreindum þáttum og unglingarnir taka þátt í æfingum björgunarsveita þar sem þeir leika sjúka og slasaða sem þurfa á aðstoð að halda.

Starfið

Í starfi unglingadeilda er lögð mikil áhersla á hópefli, þar sem samvinna og samheldni er efld í hópnum. Unglingarnir koma oft úr ólíkum áttum og þekkjast ekki í upphafi en í starfinu kynnast þeir öðrum með svipuð áhugamál og verða fljótt félagar. Unglingastarfið er fjölbreytt og mismunandi eftir björgunarsveitum, á hvaða aldri unglingarnir byrja og hvenær þau hefja nýliðaþjálfun ef sveitirnar bjóða uppá slíkt. Unglingadeildirnar fara bæði í dags- og helgarferðir og heimsækja aðra viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkvilið eða Neyðarlínuna. Einnig er samstarf milli unglingadeilda töluvert og oft  heimækja þau aðrar unglingadeildir og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Unglingadeildin Hafbjörg í Grindavík bregður sér í hlutverk í kynningarmynd.

 

 
Gerast bakvörður