Slysavarnafélagið Landsbjörg - Ungmennaráð
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Ungmennaráð

Í febrúar 2019 var stofnað ungmennaráð hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Með stofnun ungmennaráðs er unglingum í félaginu gefin kostur á að koma skoðunum sínum og tillögum til viðeigandi aðila í stjórnkerfi SL, hvort sem það er starfsfólk, nefndarmenn eða stjórn.

Þá mun ungmennaráð gæta hagsmuna ungs fólks í félaginu með umfjöllun og umsögn um einstök mál er snerta aldurshópinn. Einnig er tilgangurinn sá að þeir sem sitja í ungmennaráði öðlist reynslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum, læri á stjórnkerfi og fundarsköp SL ásamt því að veita stjórn og starfsfólki ráðgjöf um framtíðarsýn ungs fólks í félaginu.

Ungmennaráð SL fundar tvisvar til þrisvar á ári og var fyrsti fundur nýstofnaðs ungmennaráðs á laugardaginn sl. Hópurinn kom saman í höfuðstöðvum félagsins, farið var yfir almenn fundarsköp og fundarstjórnun. Einnig fengu þau að spreyta sig í ræðumennsku. Fundurinn gekk mjög vel og er hópurinn mjög spenntur fyrir því sem koma skal. 

 

Hægt er að koma með erindi eða hafa samband við ráðið á netfangið ungmennarad@landsbjorg.is

 

Í ungmennaráðinu eru:

Sigurður Jóhann Helgason, Unglingadeildin Árný, Reykjavík

Iðunn Ósk Jónsdóttir, Unglingadeildin Vindur, Flúðum

Soffía Meldal Kristjánsdóttir, Unglingadeildin Óskar, Búðardal

Aðalbjörg Ósk Sturlaugsdóttir, Unglingadeildin Strumpur, Þorlákshöfn

Arnar Freyr Guðmundsson, Unglingadeildin Trölli, Sauðárkróki

Jóakim Ragnar Óskarsson, Unglingadeildin Hafbjörg, Grindavík

Ungmennarad SL 2019.jpgGerast bakvörður