Slysavarnafélagið Landsbjörg - Útivistarskólinn
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Útivistarskólinn

Síðustu tvö ár hefur verið unnið að breytingum á fyrirkomulagi útivistarskólans. Horfið hefur verið frá þeirri uppbyggingu sem verið hefur undanfarin ár og hætt með grunn- og framhaldsnámskeið í þeirri mynd sem þau hafa verið í undanfarin ár, ásamt því að verulega hefur verið dregið úr bóklegri kennslu á meðan námskeiði stendur. Lögð er áhersla á að bóklega kennsla fari fram hjá unglingadeildunum að vetrarlagi þannig að unglingarnir séu undirbúnir fyrir námskeiðin. Þó svo að dregið hafi verið úr bóklegri kennslu verður vægi verklegrar kennslu aukið, unglingunum verða gefin aukin tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni sem tengjast útivist og ferðamennsku. Boðið verður uppá námskeið í þremur mismunandi getustigum. Hvert getustig verður sniðið að þeirri reynslu sem unglingarnir hafa hlotið í sinni unglingadeild yfir veturinn. Eitt af markmiðum útivistarskólans er að gefa unglingunum sem hann sækja tækifæri á að þroskast sem björgunarsveitarfólk og að þeir öðlist reynslu í ferðamennsku.
Gerast bakvörður