Slysavarnafélagið Landsbjörg - 2. þrep
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

2. þrep

Annað þrep er hugsað fyrir unglinga á 2.-3. ári í unglingadeildum, en æskilegt er að viðkomandi hafi lokið fyrsta þrepi. Farið er í fjögurra nátta trússferð. Unglingarnir þurfa að bera nauðsynlegan búnað fyrir hvern dag, eins og yfirhafnir og nesti, en tjöld, svefnpokar, dýnur og annar slíkur búnaður er keyrður á milli náttstaða. Unglingarnir þurfa því að ganga frá tjaldbúðunum á hverjum morgni og setja upp að kvöldi.  Á þessu þrepi er gist í bænum fyrstu nóttina, en unglingarnir skipuleggja ferðina frá upphafi til enda í samráði við leiðbeinendur. Unglingarnir ákveða leiðarval út frá korti, ásamt því að skipuleggja ferðina sjá unglingarnir um matseldina. Tjaldbúðirnar eru við hlið skála þar sem hægt verður að leita skjóls ásamt því að nýta klósettaðstöðu. Unglingarnar ásamt leiðbeinendum gera dagskrá námskeiðsins.
Gerast bakvörður