Slysavarnafélagið Landsbjörg - 3. þrep
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

3. þrep

Á þriðja þrepi er farið í gönguferð með allt á bakinu. Á þessu námskeiði þurfa unglingarnir að beita öllu því sem þau hafa lært bæði hjá unglingadeildunum og í fyrri þrepum. Þau þurfa að ákveða sjálf hvað verður í matinn og gera innkaupinn sjálf. Þau þurfa sjálf að finna staðsetningar á korti ásamt því að taka stefnur, meta fjarlægðir og áætla ferðatíma. Eins og á þrepi tvö verður einn dagur í byggð þar sem unglingarnir fá tækifæri til að skipuleggja ferðina. Hlutverk leiðbeinenda er að vera öryggisfulltrúi.
Gerast bakvörður