Árið byrjar af krafti hjá björgunarsveitum á nýársdag

Árið byrjaði snemma hjá björgunarsveitum á nýársnótt vegna gróðurelda og þegar nýársdagur rann upp þá héldu útköllin áfram að berast. Björgunarsveitir voru kallaðar út í þrígang fyrrihluta dags vegna foktjóns, á Akranesi, Hellu og Þorlákshöfn. Lausamunir höfðu fokið, fánastöng og fiskikör á einum stað þurfti að koma matarvagni í skjól vegna veðurs.

Ófærð á fjallvegum

Um klukkan hálf fjögur voru björgunarsveitir aftur kallaðar út, þá á Akureyri og Suðurnesjum þar sem tilkynningar bárumst um fok á þakplötum. Björgunarsveitarfólk frá Akureyri var kallað út til aðstoðar ökumönnum þriggja bíla sem sátu fastir á Öxnadalsheiði. Þegar þangað var komið reyndust bílarnir vera nokkuð fleiri en var talið í fyrstu. Á endanum voru rúmlega 20 manns fluttir í skjól til Akureyrar og bifreiðir þeirra skildar eftir á lokaðri heiðinni.

Einnig lentu bíl­stjór­ar í vand­ræðum á fjallvegum víða á Norðaust­ur­landi fram eftir kvöldi, á svæðinu frá Sigluf­irði og aust­ur að Eg­ils­stöðum.

Síðustu út­köllin kláruðust milli níu og tíu um kvöldið og það var svo ekki fyrr en morguninn eftir sem björg­un­ar­sveit­ir voru ræst­ar út að nýju. Þá þurftu heil­brigðis­starfs­menn aust­ur á Héraði sum­ir hverj­ir aðstoð við að kom­ast til vinnu.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt