Ófærð í Þrengslum og á suðurlandi

7. feb. 2022 - Suðurland

Björgunarsveitarfólk fékk kærkomna hvíld frá ofsaveðrinu sem skall á aðfaranótt mánudagsins og gekk yfir landið fram á miðjan dag, í kjölfarið á annasamri helgi við leit við Þingvallavatn. Sú hvíld stóð ekki yfir lengi fyrir björgunarsveitir á suðvesturhorninu og norðurlandi. Því þegar dagur var að kvöldi komin fóru að berast útköll vegna veðurs á suðurlandi og á heiðunum austur af höfuðborginni. Að þessu sinni var um ræða aðstoðabeiðnir vegna ófærðar, tilkynningar bárust um fasta bíla við Hvollsvöll, nokkra bíla í Þrengslunum og klukkan átta voru björgunarsveitir sendar úr Reykjavík vegna fastra bíla við Litlu kaffistofuna. Sjálfboðaliðar voru að störfum fram á nótt.

Björgunarsveitir á Siglufirði og Ólafsfirði voru einnig kallaðar út seinni part dags vegna foks á lausamunum innanbæjar og við fjárhús.

    Björgunarsveitir voru sendar út reykjavík vegna fastra bíla við Litlu kaffistofun.
    Þónokkur skafrenningur var fram á nótt á þessum slóðum