Ofsaveður og rauð veðurviðvörun á SV horninu

Aftakaveður gekk yfir landið frá miðnætti aðfaranótt mánudags, gefnar höfðu verið út rauðar veðurviðvaranir fyrir suðvesturhornið milli klukkan 04:00 og 08:00, annarsstaðar á landinu voru í gildi appelsínugular viðvaranir til hádegis. Spáð var suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni.

Mikil úrkoma fylgdi veðrinu og var snælduvitlaust hríðarveður um tíma sem síðar snerist í slyddu. Fyrsta útkall björgunarsveita barst klukkan 3:21 en veðrið náði hámarki í kjölfarið og gekk svo hratt niður um klukkan 7:00. Björgunarsveitir leystu 145 verkefni vegna veðursins sem flest voru á höfuðborgarsvæðinu, suðurnesjum og suðurlandi. Helstu verkefnin voru vegna foktjóns, garðhýsi, grindverk og þakplötur fuku, eins bárust þónokkrar tilkynningar um svalahurðir og glugga sem fuku upp og brotnuðu í einhverjum tilfellum. Tré rifnaði upp með rótum í Kópavogi og þurfti að búta það niður til að koma því í burtu. Engar fregnir bárust af stjórtjóni vegna veðursins og engin slys á fólki.

Truflanir á raforkukerfi
Víða á suður- og vesturlandi bar á truflunum á raforkukerfinu vegna seltu og tjóns á innviðum. Um þrjátíu rafmagnsstaurar brotnuðu á Suðurlandi og um tíu þúsund notendur voru án rafmagns um tíma. í flestum tilfellum tókst að koma hlutum í lag á skömmum tíma en undir hádegi var enn verið að vinna í viðgerðum og enn hátt í þrjú hundruð án rafmagns. Aukin eldingahætta í kjölfar lægðarinnar tafði viðgerðir.

Undirbúningur bar árangur

Vegagerðin kynnti áætlun sín um lokanir degi fyrr og boðaði lokanir á öllum helstu vegum við höfuðborgina og á suðurlandi upp úr miðnætti. Víða á landinu var skólahald fellt niður eða því frestað til hádegis. Fáir voru á ferðinni á meðan versta veðrið gekk yfir og flestir fóru rólega af stað inn í daginn enda hafði verið varað við ófærð sökum mikillar úrkomu. Þar af leiðandi gengu verkefni viðbragðsaðila vel og mjög fáar aðstoðabeiðnir bárust vegna ófærðar.

 • 0verkefni
  leyst af sjálfboðaliðum
 • 0manns
  í viðbragðsstöðu í nótt
 • 0sveitir
  kallaðar út
  Veðurviðvaranir gáfu til kynna snælduvitlaust veður á suðvesturhorninu og óveður á öllu landinu með mikilli úrkomu.
  Í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu var mjög þung færð seinni part nætur.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

 • Icelandair
 • Vodafone
 • Olís
 • Sjóvá