Vélarvana bát rekur hratt að landi vestur af Straumsvík

Snemma morguns var björgunarsveit í Hafnarfirði kölluð út vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi. Einn var um borð í bátnum sem var staddur um 1,5 kílómetra frá landi rétt vestur af Straumsvík. Björgunarbátur frá Hafnarfirði var komin á vettvang um hálftíma eftir að útkall barst og náði áhöfn hans að taka vélarvana bátinn í tog og draga hann til hafnar. 

Hár forgangur var á útkallinu þar sem bátinn rak hratt að landi. Allt gekk þó vel og var hann komin við bryggju klukkutíma eftir að kallað hafði verið eftir aðstoð.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • Icelandair
  • Vodafone
  • Olís
  • Sjóvá