www.landsbjorg.is/vopni - Fjölskyldudagur - Sumardagurinn fyrsti.
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Fjölskyldudagur - Sumardagurinn fyrsti.

Sumardagurinn fyrsti var í gær og þá er blásið til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og þar eru konurnar í slysavarnadeildinni Sjöfn fremstar flokki. Fjölskyldudagur var yfirskriftin á dagskránni í gær þar sem Einherji sá um leiki og þrautir fyrir framan Félagsheimilið og þar í kring. Fyrst var samverustund í Vopnafjarðarkirkju þar sem börnin voru máluð í framan og ýmisleg skemmtilegt gert. Efir sprellið á bílaplaninu var Vopni með rjúkandi vöfflur og hrikalega góðar skúffukökur handa öllum. Konurnar í Sjöfn höfðu bakað hrikalega magnaðar tertur og voru með kökubasar en þetta var allt gert til að standa við bakið á björgunarsveitinni Vopna. Stjórn Vopna vill koma fram þakklæti til allra sem komu og styrktu gott málefni og einnig þeim frábæru dugnaðarforkum slysavarnardeildar Sjafnar, þeim verður seint full þakkað fyrir allt sem þær gera í þágu samfélagsins.

Til baka Hringdu