Fyrir leiðbeinendur

Kennslugögn leiðbeinenda

Kennslugögn Björgunarskólans geta leiðbeinendur sótt undir viðkomandi sviði í fjarnámskerfi skólans. Þar eru nýjustu útgáfur af kennslugögnum, verkefnum og öðru ítarefni. Þar er einnig vettvangur til að koma með athugasemdir og ábendingar varðandi kennsluefnið beint til yfirleiðbeinanda á viðkomandi sviði.

Virkir leiðbeinendur fá lykilorð inn á leiðbeinendasvæðið í fjarnámskerfinu og eiga því alltaf að hafa aðgang að nýjasta kennsluefninu. Fjarnámskerfið má finna hér: Fjarnámskerfi Björgunarskólans

Yfirleiðbeinendur skjalasvæði/kennslugögn

Reikningar

Leiðbeinendur þurfa að skila inn reikningum eftir að búið er að ganga frá námskeiði í skráningakerfi skólans. Reikninga skal senda á arna(hjá)landsbjorg.is eða með pósti á:

Slysavarnafélagið Landsbjörg
Björgunarskóli
Skógarhlíð 14
105 Reykjavík

Hafi leiðbeinendur lagt út fyrir eldsneyti eða öðru þurfa frumrit af nótum að skila sér á skrifstofu Björgunarskóla til þess að hægt sé að greiða það út.

Handbók leiðbeinanda:

Í handbók leiðbeinanda má finna helstu atriði sem snúa að leiðbeinendum skólans í starfi þeirra fyrir skólann og einingar félagsins.

Handbók leiðbeinanda má finna hér:

Handbók leiðbeinanda

Námskeiðsskýrslur:

Skráningablað fyrir þátttakendur á einstökum námskeiðum sem leiðbeinendur kenna má finna hér. ATH! Leiðbeinendur bera ábyrgð á að koma upplýsingunum inn í skráningakerfi Björgunarskólans.

Leiðbeinandastyrkir:

Einingar geta sótt um styrki til þess að koma sér upp leiðbeinendum í grunnfögum Björgunarskólans. Styrkirnir nema námskeiðsgjöldum fyrir bæði fagnámskeið og leiðbeinandanámskeið svo framarlega að viðkomandi einstaklingur komi sér upp leiðbeinandaréttindum og sé tilbúiin að leiðbeina á námskeiðum. Reglur um leiðbeinandastyrki má finna hér: Reglur um leiðbeinandastyrki

Frekari upplýsingar veitir Arna í síma 5705908 eða með tölvupósti á netfangið arna@landsbjorg.is.