Öryggisfræðsluskylda sjómanna

Í 14. gr. laga nr. 82/2022 um áhafnir skipa segir m.a.: Óheimilt er skipstjóra að halda úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir á skipið, séu með gilt atvinnuskírteini eða undanþágu í þá stöðu sem þeir eru lögskráðir í, skipið sé með gilt haffærisskírteini, skipið sé mannað miðað við stærð þess, vélarafl, farsvið og útivist, staðfestingu á að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt og með gilda áhafnartryggingu fyrir alla um borð. Þetta gildir þó ekki í neyðartilvikum.

5. gr. reglugerðar um lögskráningu sjómanna nr. 817/2010, kveður á um öryggisfræðslunámskeið. Þar segir m.a. að óheimilt er að ráða mann til starfa eða lögskrá nema hann hafi hlotið öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila. Skylda til skráningar á öryggisfræðslunámskeið, hjá öðrum en skipverjum á farþega- og flutningaskipum, kemur þó ekki til fyrr en skipverji hefur verið lögskráður í 180 daga.

Í 6. gr. reglugerðarinnar er jafnframt ákvæði um aðöryggisfræðslu skipverja skuli endurnýja eigi sjaldnar en á fimm ára fresti með námskeiði við Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila.