Skólaskipið Sæbjörg

Skömmu eftir stofnun Slysavarnaskóla sjómanna var varðskipið Þór keypt af íslenska ríkinu til nota við fræðslu sjómanna í öryggismálum. Var skipinu gefið nafnið Sæbjörg og gerðar á því nauðsynlegar breytingar til að hægt yrði að halda uppi kennslu í bóklegum og verklegum fræðum um öryggismál sjómanna. Tilgangur með að hafa skip undir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna var sá að hægt yrði að fara með skólann á helstu verstöðvar landsins til námskeiðahalds.

Sumarið 1998 eignaðist Slysavarnafélag Íslands, nú Slysavarnafélagið Landsbjörg, nýtt skip til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skipið var þá að hætta siglingum vegna tilkomu Hvalfjarðarganganna. Var skipinu gefið nafnið Sæbjörg er það var afhent 12. júlí 1998. Eftir breytingar á skipinu fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hófust námskeið í nýrri Sæbjörgu í október 1998.

Smíðastaður: Trondhjems Mek. Verksted, Noregi 1974
Kallmerki: TFBP

Helstu mál

  • 0m
    Lengd
  • 0m
    Breidd
  • 0m
    Djúprista
  • 0tonn
    Brúttótonn
  • 0kW
    Nohab Polar aðalvélar
  • 0hnútar
    Ganghraði
  • 0
    Áhöfn