30 þúsund þakkir til Bakvarða - þið vitið hver þið eruð!

Nýlega buðum við 30 þúsundasta Bakvörðinn velkominn í hópinn

Við erum auðmjúk, stolt en fyrst og fremst þakklát fyrir að þið standið með okkur í hverjum mánuði. Í tilefni þessara tímamóta fórum við vítt og breitt um landið og heimsóttum nokkra Bakverði sem hafa verið með okkur frá upphafi.

Stuðningur Bakvarða er stór og mikilvægur þáttur í öllu okkar starfi. Þið standið með okkur í krefjandi aðstæðum, óblíðri veðráttu og ólgusjó og gerið okkur kleift að vera ávallt til taks ef á þarf að halda. Það er ómetanlegt.

Bakverðir eru hópur fjölbreyttra einstaklinga, um allt land og á öllum aldri. Hver einasti þeirra skiptir okkur miklu máli. Án ykkar værum við ekki það sem við erum í dag.

Við sendum 30 þúsund þakkir til allra Bakvarða björgunarsveitanna sem standa með okkur í hverjum mánuði

Þrjátíu þúsund þakkir

Við erum innilega þakklát fyrir hvern einasta Bakvörð björgunarsveitanna. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Vertu Bakvörður Landsbjargar
30 þúsund þakkir til Bakvarða - þið vitið hver þið eruð!
  • Staðsetning
    Vítt og breitt um landið
  • Dagsetning
    15.05.2022
  • Kvikmyndataka
    Davíð Már Bjarnason
  • Kvikmyndataka og ljósmyndun
    Sigurður Ó Sigurðsson
  • Klipping
    Sævar Sigurðsson
  • Texti
    Sólveig Jónsdóttir
N64° 44' 17" W-14° 19' 36"

Ferðaþjónustubóndi hefur verið Bakvörður frá upphafi

N65° 15' 47" W-14° 0' 7"

Það er allt í lagi með mig!

Stór aurskriða féll úr Búðarárfossi og á Seyðisfjörð í desember 2020.
N64° 7' 58" W-21° 55' 6"

Árið 2022 byrjar af krafti

Björgunarsveitir kallaðar út einhvers staðar á landinu á hverjum degi, fyrstu tvær vikurnar