Að metta mörg hundruð munna

Suðurnes

Sjálfboðaliðar í slysavarnadeildum hafa haldið úti mötuneyti fyrir björgunarfólk við gosstöðvarnar.

Verkefni slysavarnadeilda landsins eru ekki á allra vitorði þrátt fyrir að vera órjúfanlegur hluti af starfi björgunarsveitanna. Í lengri útköllum þar sem sýnt þykir að aðgerðir standi yfir jafnvel svo dögum skipti þá eru slysavarnadeildirnar kallaðar út til að sinna matarþörf björgunarfólks og annarra viðbragðsaðila.

Í kjölfar aurflóðanna á Seyðisfirði í desember 2020 voru félagar í Slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði kallaðar út og héldu þá opnu húsi í Ferjuhúsinu alla daga frá kl. 9 - 5. Þangað gat björgunarfólk og einnig bæjarbúar komið fengið að borða í hádeginu eða jafnvel bara til að fá kaffi og spjalla. Það má því segja að þar hafi bakland björgunarsveitanna einnig virkað sem sálræn hjálp á erfiðum tímum. Slysavarnadeildin á Seyðisfirði fékk svo góða aðstoð frá öðrum slysavarnadeildum á nærliggjandi fjörðum og reyndar alls staðar af landinu.

Þegar eldgos hófst svo í Geldingadölum á Reykjanesi í mars 2021 var komið að Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík að bretta upp ermar og standa vaktina. Og það gerðu Þórkötlufélagar sannarlega með sóma. Í heilan mánuð stóðu þær smurðu, elduðu og höfðu til nesti og bakkelsi fyrir viðbragðsaðila. Eins og alltaf stukku aðrar slysavarnadeildir í nærliggjandi sveitarfélögum til og aðstoðuðu eins og hægt var.

Takk fyrir að lesa söguna

Að metta mörg hundruð munna

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt

N64° 19' 7" W-22° 4' 51"

Þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög mikilvæg