Björgunarskip sent til móts við bát sem glímir við vélarbilun

5. júlí 2022 - Norðurland vestra

Klukkan 16:15 var björgunarskipið Húnbjörg á Skagaströnd kallað út og sent til móts við annan strandveiðibát sem glímir við einhverskonar vélarbilun. Hann er staddur um 20 sjómílur norðvestur af Skagaströnd og því ekki talin mikil hætta á ferðum.

Um klukkutíma eftir að Húnbjörg sigldi úr höfn kom hún að bátum, skiptstjórin um borð hafði þá náð með lægni að halda vélinni gangandi og fylgdi björgunarskipið honum í átt til Skagastrandar.

Síðustu 4 sjómílurnar þurfti Húnbjörgin að draga bátinn inn til hafnar, þangað sem komið var um hálf níu um kvöldið.