Jafnréttisstefna

Slysavarnafélagið Landsbjörg (hér eftir félagið) sýnir samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni með því að stuðla að jafnrétti félagsfólks. Félagið setur sér því jafnréttisstefnu sem tekur mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisstefnan nær til allra félaga og starfsfólks. Umsjón með framgangi jafnréttisstefnu og eftirfylgni er í höndum jafnréttisfulltrúa.

Virðing

Félagið beitir sér fyrir því að mannréttindi séu virt innan félagsins, félagseiningum þess sem og í starfsemi þess út á við.

Jafn réttur

Allir félagar og starfsfólk eiga jafnan rétt og skal engum mismunað.

Jafn aðgangur

Allar félagseiningar skulu hafa jafnan aðgang að þjónustu og upplýsingum frá félaginu.

Ofbeldi

Félagið líður ekki ofbeldi. Kynferðisleg eða kynbundin áreitni, einelti, andlegt eða líkamlegt ofbeldi er litið alvarlegum augum hjá félaginu og tafarlaust grípa til aðgerða með það að markmiði að uppræta slíkt.

Félagið hefur að leiðarljósi

· Að fá hæfa einstaklinga, óháð bakgrunni til að vera í forsvari fyrir einstök málefni félagsins, t.d. í nefndum, ráðum eða öðrum hópum.

· Að hvetja einstaklinga með fjölbreytilegan bakgrunn til að bjóða sig fram til allra starfa innan félagsins og félagseininga.

· Að leggja áherslu á að hvetja félagsfólk sem er í minnihluta í félagsstarfi sérstaklega til þess að bjóða sig fram þegar auglýst er.

· Að bjóða öll kyn velkomin til starfa hjá félaginu.

Brot

Telji félagar að jafnréttisstefnunni sé ekki fylgt innan félagsins og/eða félagseininga er hægt að beina athugasemdum til jafnréttisfulltrúa.

Jafnréttisstefnan var samþykkt á 373. stjórnarfundi félagsins 16.06.2020