Í nærri hundrað ár hafa sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið til taks þegar náttúruöflin láta að sér kveða eða slys eða óhöpp verða.
Félagið er regnhlífasamtök 93 björgunarsveita og 36 slysavarnadeilda um allt land. Ef þú vilt vinna með okkur er fyrsta skrefið að velja hvar þú vilt beita þér.
Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrar sveitir starfandi sem og öflugar slysavarnadeildir. Í flestum byggðarlögum er starfandi björgunarsveit og í mörgum þeirra slysavarnadeild. Á kortinu má sjá hvar björgunarsveitir, unglingadeildir og slysavarnadeildir eru staðsettar. Ferlið er misjafnt hjá hverri sveit, en flestar bjóða upp á sérstaka nýliðaþjálfun, sem yfirleitt hefst á haustin. Hafðu samband við þá sveit eða deild í þínu nærumhverfi og þig langar að vinna með.
Með því að smella á dropana á kortinu, birtast upplýsingar um hvernig hægt er að komast í samband við viðkomandi sveit eða deild. Flestar þeirra eru einnig með viðveru á samfélagsmiðlum og þú getur leitað þá sveit sem þér hugnast þar til að komast í samband við hana.