Aðalstyrktaraðilar

Stuðningur aðalstyrktaraðila félagsins er ómetanlegur í því viðamikla starfi sem félagið sinnir um land allt.

Aðalstyrktaraðilar félagsins eru fimm talsins sem styðja starfsemi okkar með árlegu framlagi ásamt því að vera mikilvægir samstarfsaðilar í mörgum sérverkefnum félagsins sem snerta sameiginlega hagsmuni beggja aðila. Samstarf félagsins og aðalstyrktaraðila þess hefur verið einstaklega farsælt og skiptir þar mestu máli sá skilningur sem þau hafa sýnt starfsemi félagsins og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag.

Sjóvá

Sjóvá og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa allt frá stofnun Landsbjargar átt farsælt samstarf um forvarnir og öryggismál og hefur Sjóvá verið aðalbakhjarl Landsbjargar um árabil.

Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og fjölbreyttum forvarnaverkefnum. Sem dæmi um nýleg samstarfsverkefni má nefna vefinn safetravel.is og þróun veðurkortsins þar og átaksverkefni í notkun endurskinsmerkja. Sjóvá var einnig bakhjarl Landsbjargar við endurhönnun á Björgvinsbeltinu og hefur stutt við mikilvægt starf Hálendisvaktarinnar. Þá hafa félögin lengi unnið saman að forvörnum tengdum flugeldasölu um áramótin, þar sem öryggisgleraugu hafa verið gefin og athygli vakin á mikilvægi þeirra.

Sjóvá tryggir einnig eignir og búnað björgunarsveita um allt land og sér til þess að björgunarfólk samtakanna, sem starfar oft við mjög erfiðar aðstæður, sé eins vel tryggt og kostur er. Starfsfólk Sjóvá er stolt af samstarfinu við Landsbjörg og þakklátt fyrir það hversu mörg þörf og góð verkefni það gefur stöðugt af sér.

Olís

Frá árinu 2012 hefur Olís verið einn aðalstyrktaraðili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í styrknum felst, fyrir utan beinan styrk, að eldsneytisverð til Landsbjargar er mun lægra auk þess sem haldnir eru sérstakir fjáröflunardagar þar sem hluti af sölu eldsneytis þann dag rennur til Landsbjargar. Með þessu vill Olís tryggja að björgunarsveitir landsins séu vel búnar til að aðstoða Íslendinga og erlenda ferðamenn sem eru á ferð um landið.  Stuðningur Olís við Slysavarnarfélagið Landsbjörg er mikilvægur og góður hluti af samfélagslegri ábyrgð félagsins.

Vodafone

Vodafone hefur verið einn af aðalsamstarfsaðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan 2009 og erum við stolt af því að leggja okkar á vogarskálar leitar, björgunar og slysavarna í landinu. Einnig hefur fyrirtækið einnig átt afar farsælt samstarf við félagið á sviði fjarskiptamála. Með samstarfinu vill Vodafone tryggja að starfsfólk félagsins og björgunarsveitir landsins hafi aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu, hvar sem er á landinu. Samstarfið hefur í gegnum árin komið báðum aðilum til góða því björgunarsveitir Landsbjargar hafa reglulega upplýst Vodafone um svæði hér og þar á landinu þar sem bæta þarf samband og Vodafone hefur brugðist við ábendingum. Við hjá Vodafone erum afar stolt af því að vera treyst fyrir því mikilvæga verkefni að annast fjarskipti Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila og tökum þá ábyrgð alvarlega. Við erum jafnframt þakklát fyrir ómetanlegt framlag sjálfboðaliða og hvetjum alla landsmenn til að styðja við mikilvægt starf Landsbjargar.

Icelandair

Icelandair hefur verið aðalstyrktaraðili síðan 2014 og staðið með myndarlegum hætti við starf sjálfboðaliða okkar, bæði með beinum fjárhagslegum styrk og sérstökum styrkjum til flugferða innanlands og milli landa. Félögin hafa átt í góðu samstarfi um forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna í gegnum Safetravel verkefnið auk þess sem þau hafa unnið saman að öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Árið 2021 kynnti Icelandair nýja árlega viðurkenningu, Verndarvænginn, sem veitt verður björgunarsveit fyrir eftirtektarvert starf. Fyrsta Verndarvænginn hlaut Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan leggur mikla áherslu á stuðning við fjölda samfélagsverkefna og er fyrirtækið stoltur styrktaraðili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. MS er í eigu 600 kúabænda um land allt og með starfsstöðvar á fimm stöðum víðsvegar um landið. Fyrirtækið hvetur bæði starfsfólk sitt og aðra landsmenn til að styðja við starf Landsbjargar með því að gerast Bakverðir björgunarsveitanna enda starf þeirra bæði einstakt og nauðsynlegt.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt