Persónuverndarstefna

Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar um vinnslu persónuupplýsinga

Slysavarnafélagið Landsbjörg ber virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum. Heitið er fullum trúnaði um þær upplýsingar sem þú lætur félaginu í té eða um upplýsingar sem verða til eftir skráningu. Vinnsla upplýsinganna er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í persónuverndarstefnu þessari má lesa nánar um hvernig og hvers vegna aflað er persónuupplýsinga sem notendur láta okkur í té og þær nýttar og geymdar.

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir við þessa stefnu er þér velkomið að hafa samband við starfsmenn félagsins í gegnum tölvupóstfangið gdpr@landsbjorg.is eða í síma 570 5900. Athugaðu að stefnan er endurskoðuð reglulega og kann hún því að taka breytingum. Stefnan var síðast uppfærð í september 2018.

Upplýsingar sem safnað er

Í flestum tilfellum er haldið utan um þær upplýsingar sem þú skráir hjá félaginu.

Hvernig eru upplýsingar nýttar

Tilgangur upplýsingaöflunar er að gera þjónustufulltrúa félagsins mögulegt að hafa samband við þig vegna fyrirspurnar þinnar.

Samstarf við þriðja aðila

Upplýsingar sem þú veitir félaginu eru ekki undir nokkrum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema að því marki sem nauðsynlegt er til að virkja og viðhalda mánaðarlegum styrktargreiðslum þínum til félagsins. Félagið greiðir fyrir hýsingu gagna og persónuupplýsinga með öruggum hætti. Upplýsingum er einungis deilt með þriðju aðilum þegar til staðar er vinnslusamningur þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað.

Geymsla upplýsinga

Upplýsingarnar eru varðveittar eins lengi og nauðsyn krefur til þess að sinna þeim verkefnum sem upplýsingarnar eru veittar vegna, nema lög krefjist skemmri eða leyfi lengri varðveislutíma. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

Réttur þinn

Notendur eiga rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að persónuupplýsingum um þá sjálfa sem Slysavarnafélagið hefur safnað. Þeir eiga rétt á að afturkalla samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem byggð er á samþykki hvenær sem er. Þeir eiga einnig rétt á að óska eftir að láta leiðrétta, eyða eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga um sig eða andmæla slíkri vinnslu. Í ákveðnum tilvikum geta þeir einnig átt rétt á að flutningi persónuupplýsinga sem þeir hafa látið félaginu í té til annars ábyrgðaraðila. Þessum réttindum kunna þó að vera sett takmörk í gildandi lögum og reglum.

Persónuupplýsingar Bakvarða

Hvers vegna og hvenær eru upplýsingum um Bakverði safnað?

Þegar þú velur að gerast Bakvörður er óskað eftir upplýsingum sem gerir félaginu kleift að taka við framlagi þínu. Í framhaldinu er haldið utan um upplýsingar sem tengjast styrktarsögu þinni. Þannig verður til yfirsýn yfir stuðning þinn. Það gerir félaginu kleift að veita þér persónulegri þjónustu og svara fyrirspurnum frá þér er varða stuðninginn.

Þegar þú gerist Bakvörður er einnig óskað eftir upplýsingum sem hjálpa okkur að tryggja viðeigandi samskipti við þig. Félagið vill gjarnan upplýsa þig um þá starfsemi sem þú styður - slysavarna- og björgunarstarf á Íslandi.

Með því að gerast Bakvörður samþykkir þú að félagið má eiga í samskiptum við þig en þó aðeins á grundvelli þess sambands sem stofnað er til með skráningunni.

Í einhverjum tilvikum kann félagið að fá opinberar upplýsingar um þig frá þriðja aðila, svo sem úr símaskrá eða Þjóðskrá, í þeim tilgangi að hafa samband við þig.

Með því að veita persónuupplýsingar, til dæmis í gegnum síma, tölvupóst, heimasíðu eða samfélagsmiðla, gefur þú samþykki þitt fyrir söfnun og notkun á upplýsingunum í samræmi við þessa stefnu.

Upplýsingar sem félagið safnar um Bakverði

Í flestum tilfellum er kennitölu þína, nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer, kyn og banka- eða greiðslukortaupplýsingar skráð. Haldið er utan um greiðsluupplýsingar, svo sem dagsetningar á færslum og mótteknum greiðslum. Einnig er haldið utan um samskipti, svo sem tölvupóstsendingar.

Með því að gefa upp greiðslukorta- eða bankaupplýsingar veitir þú félaginu heimild til að skuldfæra þá styrktarupphæð, sem þú hefur kosið, af greiðslukorti eða bankareikningi mánaðarlega. Þú getur á hvaða tímapunkti sem er og án frekari skýringa breytt styrktarupphæðinni eða óskað eftir því að styrktargreiðslur verði stöðvaðar með því að hafa samband við þjónustufulltrúa félagsins í gegnum tölvupóstfangið bakverdir@landsbjorg.is eða með því að hringja í síma 570 5959.

Tilgangur upplýsingaöflunar er að taka á móti mánaðarlegu framlagi þínu og tryggja viðeigandi samskipti við þig. Sambandi gæti verið haft við þig bréfpósti, tölvupósti í síma eða með SMS-i. Þú getur gert breytingar á því hvernig samskipti þú átt við félagið hvenær sem er eða óskað eftir því að ekki séu höfð samskipti við þig.

Þær upplýsingar sem þú veitir félaginu eru meðal annars nýttar til þess að: Taka við framlagi þínu og staðfesta eða breyta greiðsluupplýsingum, staðfesta eða breyta netfangi, koma á framfærum þökkum og deila með þér upplýsingum um starf félagsins.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Slysavarnafélaginu Landsbjörg á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Hafir þú af einhverjum ástæðum athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir að nýta framangreind réttindi er þeim bent á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa, í netfanginu gdpr@landsbjorg.is eða í síma 570 5900.