Bakverðir - Heimsóknir

Bakverðir
Bakverðir

Bakverðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru fjölmargir og eru stór þáttur í að tryggja það öfluga viðbragð sem félagið býr yfir.

Reglulega göngum við í hús til að kynna Bakverði, í þeirri von að fjölga í hópnum.

Það er von okkar að þú takir vel á mót þeim sem hafa tekið það verkefni að sér. Nöfn þeirra og ljósmyndir er að finna hér að neðan, til að tryggja að engin sé að villa á sér heimildir í nafni félagsins.

Frá og með 18. ágúst og næstu daga mega íbúar í Mosfellsbæ og Urriðaholti eiga von á heimsókn okkar fólks til að kynna Bakverði Landsbjargar.

Anton Smári Hrafnhildarson

Arnþór Ómar Gíslason

Bjarni Snær Gunnarsson

Björgúlfur Kristófer Sigurðsson

Gylfi Snær Ingimundarson

Hvað er spurt um þegar gengið er í hús?

Þegar fólk ákveður að slást í hóp Bakvarða tökum við niður kennitölu þess og nafn til að skráningin geti gengið í gegn. Einnig óskum við eftir símanúmeri og netfangi, svo við getum verið í samskiptum ef þörf krefur og veitt innsýn inn í það mikilvæga starf sem stuðningurinn rennur til.

Bakverðir styðja björgunarstarf í landinu með mánaðarlegum, sjálfvirkum greiðslum. Greislufyrirkomulagið er annað hvort beingreiðsla eða greiðslukort. Sé beingreiðsla valin eru reikningsupplýsingar skráðar og styrktarupphæðin skuldfærð reglulega af tilgreindum reikningi. Ef valið er að greiða með greiðslukorti fer skuldfærslan fram af því korti sem gefið er upp. Greiðslukortaupplýsingar eru vistaðar með dulkóðuðum hætti.

Við leggjum ríka áherslu á örugga meðferð persónuupplýsinga og afhendum þær aldrei óviðkomandi aðilum.

Bakverðir hafa sannarlega skipt sköpum í gegnum árin. Slysavarnafélagið Landsbjörg er afar þakklátt fyrir þeirra dýrmæta stuðning.