Um skólann

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur starfað óslitið frá árinu 1977 og heldur hann uppi öflugu fræðslustarfi fyrir einingar félagsins, ferðaþjónustu og fyrirtæki. Skólinn er farandsskóli sem heldur námskeið um land allt, svo að þátttakendur læri á sinn búnað við þær aðstæður sem þeir þurfa að takast á við. Námsleiðirnar eru í stöðugri þróun og er boðið upp á öll helstu námskeið einnig í fjarnámi.

Mikil samvinna er við alþjóðlega fræðsluaðila á sviði leitar, björgunar og slysavarna enda ætlar skólinn ávallt að vera í fremstu röð þeirra sem þjálfa og mennta viðbragðsaðila.

Björgunarskólinn er staðsettur á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Það er yfirleitt opið á milli 08:00 og 16:00 virka daga og alltaf heitt á könnunni.

 

Starfsmenn skólans

Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri Björgunarskólans
arna@landsbjorg.is
s. 570 5900 

Sigrún Jónatansdóttir, sviðsstjóri Björgunarskólans
sigrun@landsbjorg.is
s. 570 5900

Skólinn hefur gildi félagsins að leiðarljósi í öllu sínu starfi
Forysta - Fagmennska - Samvinna

Umfang starfsins

 • 0
  Fjöldi námskeiða á ári
 • 0
  Fjöldi nemenda á ári
 • 0
  Fjöldi námskeiða í Björgunarmaður 1 á ári
 • 0
  Fjöldi nemenda á Björgunarmaður 1 námskeiðum
 • 0
  Sóttu námskeið í fyrstu hjálp sl. 10 ár

Vissir þú að Björgunarskólinn er búinn að vera stafandi í 44 ár en hann var stofnaður árið 1977 þegar Landsamband hjálparsveit skáta stofnaði hann.

Fjölbreyttar námsleiðir

Námskeið skólans eru haldin vítt og breitt um landið, yfirleitt í húsakynnum björgunarsveita. Þannig má koma þekkingunni til fólksins í heimahéraði, það lærir á eigin búnað í aðstæðum sem starfað er við frá degi til dags. 

Björgunarskólinn býður upp á nokkrar námsleiðir; staðnám, fjarnám, fjarkennslu og raunfærnimat.