Slysavarnafélagið Landsbjörg - Sjóbjörgun
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Sjóbjörgun

Meirihluti björgunarsveitanna sinnir sjóbjörgun með einum eða öðrum hætti, þó sérhæfa sumar þeirra sig eingöngu í björgunarstörfum sem tengjast sjó eða vötnum. Um það bil 2.200 manns hefur verið bjargað úr strönduðum skipum hér við land með svokölluðum fluglínutækjum. Langflestar sveitir við ströndina hafa slíkan búnað og æfa reglulega meðferð hans. Búnaðurinn samanstendur af skotflaug sem dregur á eftir sér línu út í hið strandaða skip, tildráttartaug, líflínu, björgunarstól og þrífæti.

Björgunarbátum sveitanna má skipta í þrjá meginflokka.

Slöngubátar, en um það bil 95 slíkir eru í eigu björgunarsveitanna. Þetta eru uppblásnir bátar, flestir tæplega 5 metra langir með 30-40 hestafla utanborðsvélum, en ganghraði þeirra er um 20-30 sjómílur á klukkustund og í áhöfn eru yfirleitt 2-3 menn.

Harðbotna slöngubátar, en þeir eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í 9 metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.

Björgunarskip, eru fjórtán talsins og eru þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur þeirra, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá 4 og upp í 8 menn.
Gerast bakvörður