Smíði nýrra björgunarskipa

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem staðsett eru um allt land og einingar félagsins sjá um og manna til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928, þegar að Slysavarnafélags Íslands var stofnað.

Undirbúningur hófst 2017

Það ár hófst markviss undirbúningur verkefnisins, en þær einingar félagsins sem reka björgunarskipin hafa mun lengur verið meðvitaðar um nauðsyn þess að endurnýja skipin á þann hátt að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Björgunarskipin okkar sinna allt að 100 verkefnum á ári, frá aðstoð við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar um endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana, sem nú er hafin, á þeirri vinnu. Samkomulag var síðan gert við Dómsmála- og Fjármála ráðuneytin 2021 um helmingsfjármögnun þriggja skipa á árunum 2021-2023. Smíði skipanna var boðin út og hófst smíði síðari hluta 2021. Fyrsta skipið, Þór, var svo afhent haustið 2022.

Elsta skipið í notkun var smíðað árið 1982

Skipin hafa verið í notkun í yfir 40 ár

Flest björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem nú stendur til að endurnýja, eru af Arun Class gerð og fengust á gjafverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Þau hafa þjónað íslenskum sjófarendum í yfir aldarfjórðung en eru komin til ára sinna. Skipin voru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og þyngist viðhald þeirra á hverju ári, stærri bilanir gera vart við sig og hvorki aðstaða áhafnar né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslendinga.

Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að taka úr notkun björgunarskip sem orðin eru 15 ára, en ef brýn þörf er á að nota þau lengur, er allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum en skipin þannig ekki notuð lengur en til 30 ára.

Smíði hafin á nýjum björgunarskipum

Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunarskipunum á miðju ári 2021, var ákveðið að ganga til samninga við finnska skipasmíðafyrirtækið KewaTec, sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíði skipa til leitar og björgunarstarfa.

Nýju björgunarskipin

 • 0metrar
  Heildarlengd
 • 0metrar
  Skráð lengd
 • 0metrar
  Mest breidd
 • 0tonn
  Dráttargeta
 • 0manns
  Í áhöfn
 • 0551 kW
  Aðalvélar

Vel búin skip

Nýju björgunarskipin eru knúin áfram af tveimur öflugum Scania vélum sem geta komið þeim á allt að 32 hnúta, eða um 60 kílómetra hraða. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum. Skipin hafa getu til að bjarga allt að 60 manns í ýtrustu neyð, en pláss er fyrir 40 inni í skipinu. Skipin eru að sjálfsögðu sjálfréttandi og búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa.

Stórt verkefni

Kostnaður við hvert skip hingað komið er tæplega þrjú hundruð milljónir króna. Þetta er því mjög stórt verkefni, heildarkostnaður við að endurnýja öll 13 skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar slagar því hátt í 4 milljarða. Íslenska ríkið tekur þátt í verkefninu og leggur til helming af kostnaði við fyrstu 10 skipin, upphæð sem samsvarar um 1,4 milljarð.

Það er því talsvert í land ennþá, því samtals vantar rúma tvo milljarða til að fullfjármagna verkefnið.

  Björgunarskipin verða endurnýjuð í þessari tímaröð.