Smíði nýrra björgunarskipa

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem einingar félagsins hafa ákveðið að hafa í sinni umsjá til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni að annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928 þegar að Slysavarnafélags Íslands er stofnað.

Undirbúningur hófst 2017

Unnið hefur verið að undirbúningi endurnýjunar björgunarskipa síðan 2017 formlega, en einingar félagsins hafa þó óformlega unnið undirbúning að því marki að endurnýja öll björgunarskipin til mun lengri tíma. Björgunarskipin 13 sinna núna á bilinu 60-100 verkefnum á ári, allt frá aðstoða við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar er varðar endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana sem nú er hafinn á þeirri vinnu. Samkomulag var síðan gert við Dóms- og Fjármálaráðuneytið 2021 um helmingsfármögnun á 3 skipum á árunum 2021-2023, sem boðin hefur verið út og hefst smíði á nýjum skipum seint á árinu 2021.

Elsta skipið var smíðað árið 1982 og því 39 ára gamalt

Skipin hafa þjónað sjófarendum í 25 ár

Þau 13 björgunarskip sem nú þegar eru gerð út eru flest af Arun Class gerð sem fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og hafa núna í rúm 25 ár þjónað íslenskum sjófarendum dyggilega. Þessu skip eru því kominn verulega til ára sinna og þyngist viðhaldsrekstur á þeim á hverju ári, stærri bilanir gera vart við sig og þykir hvorki aðstaða né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslenskra útgerða nútímans. 3 af 13 skipum félagsins eru af annarri gerð en samt öll en 25 ára og þarfnast því líka endurnýjunar eins fljótt og auðið er. Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að sýn skip verði ekki eldri en 15 ára, og ef þau eru notuð lengur en það þá sé allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum á inna við 12-15 árum og skipin þá ekki notuð lengur en til 30 ára.

Smíði hafin á nýjum björgunarskipum

Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunarskipunum á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec Finnskan skipasmið sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíð skipa til leitar og björgunarstarfa.

Ný björgunarskip

 • 0metrar
  Heildarlengd
 • 0metrar
  Skráð lengd
 • 0metrar
  Mest breidd
 • 0tonn
  Dráttargeta
 • 0manns
  Í áhöfn
 • 0551 kW
  Aðalvélar

Vel búin skip

Ný björgunarskipa verða knúin tveimur 2x Scania D13 551 kW, að auki verður framdrifið knúið tveimurHamilton JET með ZF gírum. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum í neyð geta 40 skjólstæðingar rúmast inna skipsins, gera má ráð fyrir því að allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum. Skipin verða búinn nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi.

13 ný björgunarskip

Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildarkostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu 10 skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarð.

Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

  Björgunarskipin verða endurnýjuð í þessari tímaröð.