Ferðalög og frístundir

Aukinn útivista landsmanna, og mikil fjölgun ferðamanna, í bland við síbreytilegar aðstæður hér á landi, kalla á öflugar slysavarnir og fræðslu og hefur félagið verið í fararbroddi í þeirri vinni, með fulltyngi fjölda samstarfsaðila. Félagið býður upp á fjölda námskeiða hjá Björgunarskólanum, við höfum framleitt myndbönd og annað fræðsluefni sem hentar mismunandi notendum. Vefurinn safetravel.is er spilar þar mjög stórt hlutverk, en samhliða vefnum rekum við skjáupplýsingakerfi á yfir 100 sjónvarpsskjáum um allt land, sem birta rauntíma upplýsingar um aðstæður í nágrenninu, svo sem veður og færð á vegum.

Safetravel.is

Markmiðið með Safetravel vefnum hefur frá upphafi verið að veita öllum ferðamönnum sem bestar upplýsingar til að auka öryggi þeirra. Þar er til að mynda að finna leiðbeiningar um rétta ferðahegðun, akstur og útivist. Á vefnum birtast viðvaranir á fimm tungumálum og þeim er einnig ýtt í þúsundir bílaleigubíla, byggt á staðsetningu þeirra.

Á safetravel.is eða í safetravel appinu geta ferðalangar sett in ferðaáætlanir og fengið viðbrögð við henni. Þeir sem hafa lagt inn ferðaáætlun geta valið um að fá skilaboð í símann sinn um þær viðvaranir sem birtar eru á vefnum. Ef þú telur ekki þörf á að leggja inn ferðaáætlun, getur þú samt sett inn farsímanúmerið þitt og fengið þá þær viðvaranir sem birtast, á því tímabili sem þú velur.

Hálendisvakt Björgunarsveitanna

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem leggja leið sína þangað. Eftir að hálendisvegir opnast, og yfir fjölfarnasta ferðatímann má finna hópa björgunarfólks að Fjallabaki, á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Síðustu ár hafa þúsundir ferðamanna notið aðstoðar hálendisvaktarinnar.

Viðvörunar skilti

Víða á vinsælum gönguleiðum og ferðamannastöðum má sjá fræðslu og viðvörunar skilti sem félagið hefur komið fyrir, oft í samstarfi við aðra. Á flestum skíðasvæðum landsins er félagið einnig búið að koma fyrir prófunar hliðum fyrir snjóflóðaýla. Í hliðunum er búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvort snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi eða rétt stilltir, ásamt því að veita almennar upplýsingar um snjóflóðavarnir.

Slysavarnadeildir og björgunarsveitir hafa gefið bjarghringi og björgvinsbelti á bryggjur og við ár og vötn. Á mörgum bryggjum sem ekki eru lengur í notkun er hafið átak við að koma fyrir kistum með björgunarvestum fyrir litla og stóra bryggjuveiðimenn.