Endurmenntun á grunn/líf- og léttbáta/frh. eldvarnir

Frá slökkviæfingu
Frá slökkviæfingu

STCW A-VI/1, A-VI/2-1, A-VI/3

Næstu dagsetningar

  • 22.08.2024 - 23.08.2024
  • Tími: 08:00 - 15:30
  • 07.10.2024 - 08.10.2024
  • Tími: 08:00 - 15:30

Endurmenntun STCW í A-VI/1, A-VI/2-1 og A-VI/3.

Námskeiðið hefur að markmiði að fullnægja skilyrðum um öryggisfræðslu til sjómanna til samræmis við ákvæði laga og reglugerðar. Uppbygging og efni námskeiðsins tekur mið af og fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í kafla A-VI/1, A-VI/2 og A-VI/3 í STCW-kóðanum2, Evróputilskipun3 og reglugerð4.

Fyrirkomulag

Námskeiðið eru tveir verklegir dagar en áður fær nemandinn aðgang að vefsvæði með lesefni sem hann tekur þekkingarkönnun úr, verklegar æfingar fela í sér að nemendinn auki þekkingu sína sem fengist hefur á fyrri STCW námskeiðum í notkun líf- og léttbáta, framhaldsnámskeiði eldvarna og á grunnnámskeiði. Kynntar eru nýjungar sem komið hafa fram á öryggis- og björgunarbúnaði, ásamt lagabreytingum.

Skráning

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.