Mannauðsstjórnun (fjarnám)

STCW - Maritime Resource Management (MRM - BRM/ERM)

Næstu dagsetningar

  • 09.12.2024 - 12.12.2024
  • Tími: 08:15 - 15:30

Mannauðsstjórnun í skipum

Námskeiðið hefur að markmiði að fullnægja skilyrðum um fræðslu til sjómanna til samræmis við ákvæði laga og reglugerðar. Uppbygging og efni námskeiðsins tekur mið af og fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í köflum A-II/1 og A-III/1 og töflum A-II/1 og A-III/1 í STCW kóðanum1 er varða mannauðsstjórnun í brú og í vélarúmi, Evróputilskipun2 og reglugerð3.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er fjórir dagar og er kennt gegnum fjarfundarbúnað sem nemandinn fær aðgang að áður en námskeið hefst, nemandinn þarf að vera við tölvu með myndavél og hljóði.

Viðvera við tölvu er frá 8-12 í fjóra daga auk heimavinnu frá 13-15 fyrstu þrjá dagana.

Markmið með námskeiðinu er að auka hæfni stjórnenda til samskipta, ákvarðanatöku og að takast á við neyðarástand. Einnig að þeir geti hámarkað afkastagetu sína og annarra skipverja, samlagast fjölþjóðaáhöfn, tekið áskorunum og verið í ásökunarlausu umhverfi um borð í skipum sínum. Því til viðbótar að auka skilning manna á mikilvægi þess að fram fari rannsókn og mat á atvikum, gera áætlanir og hafa viðrunarfundi eftir atvik sem verða um borð til að auka öryggi heildarinnar. Námskeiðið miðar að kröfum um Bridge Resource Management og Engine Resource Management.

Skráning

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.