Hálendisvaktin

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Frá miðjun júní fram til lok ágúst má finna hópa björgunarfólk að Fjallabaki og eitthvað skemur á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Síðustu ár hafa þúsundir útivistar- og ferðamanna notið liðsinnis hálendisvaktarinnar.