Öryggi eldriborgara

Vegna líkamlegra breytinga sem fylgja hækkandi aldri skerðist jafnvægið og viðbrögð verða seinni en með aðgát og fyrirbyggjandi aðgerðum má draga úr slysahættu á heimilinu.

Góð lýsing, skriðvörn undir mottum og allar snúrur frá rafmagnstækjum upp við veggi. Á baðherberginu skal gæta að því að hafa stamar mottur bæði á gólfi og í baðkari og/eða sturtubotni. Gott er að raða þannig í skápa að hlutir sem eru í notkun séu í þægilegri hæð. Mörg fallslys gerast þegar fólk er að stíga upp á ótrygga stóla til að komast í efri hillur eða skápa. Næturljós eru líka gagnleg þegar þarf að fara fram úr á næturnar. Þá er mikilvægt að huga að uppröðun húsgagna þannig að auðvelt sé að ganga um.

Eins og fram hefur komið er ýmislegt hægt að gera til að fyrirbyggja slys á heimilinu.Með því að fara yfir gátlista og gera breytingar með litlum tilkosnaði eða fyrirhöfn er hægt að gerið heimilið að öruggaristað fyrir alla fjölskylduna.Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur út bæklinga með gátlistum sem hægt er að nálgast á heilsugæslustöðvum eða hjá björgunarsveitum og slysavarnadeildum í heimabyggð.Einnig eru gátlistar og frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins landsbjorg.is