Ungbarnagjafir

Í tólf bæjarfélögum á landinu fá nýbakaðir foreldrar svokallaðar nýburagjafir frá slysavarnadeildinni á staðnum.  Samstarf með ungbarnaeftirliti/heilsugæslu.  Gjöfin inniheldur eitthvað sem konurnar hafa prjónað, heklað eða saumað sjálfar.  Einnig sýnishorn af öryggisvörum eins og heyrnaskjól, Innstunguhlífar, baðhitamælir, læsingar á skápa. Sumum fylgir reykskynjari.  Þessari gjöf fylgja svo bæklingar og gátlistar til að ungir foreldrar geti yfirfarið heimilið og lámarkað slysahættu.