Spurningar og svör

Algengar spurningar

 • Til að vera þín á námskeiðum skólans verði sem best bendum við á eftirfarandi:

  Vera í þægilegum fatnaði.

  Taka með inniskó, en nemendur fá ekki að vera á útiskóm í kennslu- eða kaffistofu.

  Taka með hlý undirföt fyrir sjóæfingar innanundir flotvinnubúninga.

  Taka með föt til skiptanna vegna sjóæfinga, enda blotna nemendur nær undantekningalaust.

  Ekki vera í nylon fatnaði eða flísfötum á eldæfingum skólans.

  Íþróttafatnaður úr bómull hentar vel sem undirfatnaður.

  Skólinn leggur til flotvinnubúninga við sjóæfingar og slökkvibúninga, ásamt reykköfunartækjum, við slökkviæfingar.

 • Nei. Grunnskírteini Slysavarnaskóla sjómanna STCW A-VI/1 gildir á öll kaupskip sem og fiskiskip. Námskeið sem starfsmenn olíuborpalla þurfa að taka eru svokölluð Basic Offshore Safety Induction and Emergency Training eða BOSIET. Sum fyrirtæki t.a.m. í Bretlandi gera einnig körfu um að tekin séu svokölluð MIST námskeið (Minimum Offshore Industry Safety Training). Aðrar kröfur gilda hinsvegar um þá sem ætla að vinna á norskum borpöllum en þeir þurfa að hafa svokallað OLF grunnámskeið. Í Noregi eru í boði stutt námskeið sem brúa bilið á milli STCW námskeiðs okkar og OLF námskeiðsins sem heitir Oppgraderingskurs fra STCW til OLF.

 • Í Noregi hafa þeir kosið að gefa námskeiðum nöfnin IMO 60 og IMO 80, en þetta er tilvísun til námskeiða samkvæmt STCW samþykktinni. IMO 60 jafngildir fimm daga grunnnámskeiði samkvæmt STCW A-VI/1. IMO 80 inniheldur hinsvegar þrjú námskeið, líf- og léttbátanámskeið A-VI/2-1, framhalds eldvarnir A-VI/3 og síðan skyndihjálparnámskeið eða lyfjakistu. Fyrir vélstjórnendur þarf að lágmarki framhalds skyndihjálp A-VI/4-1 og fyrir skipstjórnendur Lyfjakistunámskeið A-VI/4-2.

 • Öryggisfræðslu fyrir íslensk skip er skipt niður í tvö mismunandi námskeið, annars vegar fyrir smábáta og hinsvegar fyrir stærri skip. Þegar talað er um smábáta þá er viðmiðið 30 brl / 30 BT eða báta styttri en 15 metrar að lengd. En skipverjar báta undir þeirri stærð, annarra en þeirra sem flytja farþega, þurfa að taka eins dags öryggisfræðslunámskeið sem síðan þarf að endurnýja á fimm ára fresti. Skipverjar skipa yfir þessum stærðum sem og á farþegaskipum þurfa að sækja fimm daga grunnnámskeið sem uppfyllir ákvæði alþjóðasamþykktarinnar STCW. Það námskeið er alþjóðlegt og geta því sjómenn með það skírteini farið til starfa á erlendum skipum sem undirmenn. Á farþegaskipum/-bátum þarf einnig hóp- og neyðarstjórnunarnámskeið.

 • Öryggisfræðslunámskeið smábáta miðast einungis við hámarks búnað þeirra báta í samræmi við reglugerðir og er því umfangsminna en námskeið fyrir stærri skipin. Gilda þau fyrir skip og báta undir 15 metrum. STCW A-VI/1 grunnámskeiðið er fimm daga námskeið þar sem kennt er á allan þann búnað sem í stærri skipum er. Þessi námskeið eru í samræmi við alþjóðakröfur um þjálfun sjómanna og gilda því á heimsvísu (sjá liðin á undan).

 • Til að stjórna skráðum (6 metrar og lengri) skemmtibát sem er styttri en 24 metrar þarf viðkomandi að vera handhafi skemmtibátaskírteinis auk þess að taka sérstaka öryggisfræðslu fyrir smábáta sem er eins dags námskeið.

 • Slysavarnaskóli sjómanna hefur ekki neina reglu um lágarksaldur á grunnnámskeið en hefur haft viðmið um lágmarksaldur sjómanna í samræmi við Sjómannalögin. Þar segir: „Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 15 ára við vinnu á skipi nema um skólaskip eða æfingaskip sé að ræða. Ráðherra getur sett reglur um hærra aldurslágmark skipverja við tiltekin störf allt upp að 18 ára aldri.

  Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 18 ára við vinnu á farþegaskipum og flutningaskipum að nóttu til, þ.e. tímabil sem varir í a.m.k. níu samfelldar klukkustundir, þ.m.t. tímabilið frá miðnætti til klukkan fimm að morgni. Þetta á þó ekki við ef um er að ræða menntun og þjálfun ungra sjómanna 16–18 ára að því er varðar fyrirframákveðin verkefni og áætlanir“.

 • Já námskeið skólans eru öllum opin og ekki er krafa um siglingatíma til þátttöku í grunnnámskeiðum skólans. Hinsvegar er krafa um að þeir sem sæki námskeið í líf- og léttbátum sem og hraðskreiðum léttbátum þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa 12 mánaða siglingatíma eða 6 mánaða siglingatíma og 6 mánaða starfsþjálfun á sjó.