Banaslys við Glym

22. mars 2023 - Vesturland

Rétt fyrir hádegi þann 22. Mars barst tilkynning um að kona hafi fallið af gönguleiðinn upp á fossinum Glym í Hvalfirði. Ljóst var í upphafi að alvarlegt slys hafi orðið og viðbragðið í samræmi við það. Hópur undanfara fór á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslu og fjölmargt björgunarfólk ók á staðinn.

Því miður varð fljótlega ljóst að ekki yrði lífbjörgun. Konan hafði fallið niður í gilið, um 200 metra, og var látin. Í hönd fór það verkefni að sækja hana inn í gilið.

Leiðin inn gilið var hættusöm, mikill ís í gilbörmum og áin að hluta lögð. Mikil hætta var á hruni.

Klukkan 15 var skjólstæðingur komin í sjúkrabíl og erfiðu og krefjandi verkefni lokið.

Í kjölfarið fór Slysavarnafélagið Landsbjörg fram á það að gangskör yrði gerði í því að tryggja öryggi ferðamanna á stöðum líkt og Glym. Vonandi verða yfirvöld við þeirri áskorun svo koma megi í veg fyrir slys líkt þessu.