Bátur fær í skrúfuna úti fyrir Dýrafirði

23. apríl 2021 - Vestfirðir

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði var kallað út 07:32 vegna vélarvanabáts sem hafði fengið í skrúfuna 6 sjómílur úti fyrir Dýrafirði. Ekki var talin mikil hætta á ferðum þar sem bátinn rak frá landi. Klukkan 09:39 kom björgunarskipið að bátnum og gekk vel hjá áhöfninni að koma taug yfir í vélarvana bátinn. Eftir stuttan drátt þá losnaði togið úr skrúfunni og gat báturinn því haldið aftur til veiða. Sigli Gísli Jóns því aftur heim til hafnar á Ísafirði.