Björgunarskip kallað út vegna rekalds í minni Arnafjarðar

26. apríl 2021 - Vestfirðir

Björgunarskipið Vörður II var kallað út af stjórnstöð Landhelgisgæslunar vegna rekalds í minni Arnafjarðar, stafaði sjófarendum allnokkur hætta af þessu rekaldi. Lagt var af stað frá Patreksfirði laust eftir kl 19:00 og siglt norður í Arnarfjörð í blíðskaparveðri. Rekaldið var híft um borð í Vörð með gálga sem venjulega er ætlaður til hífinga á slösuðu fólki úr sjó og síðan haldið aftur til hafnar á Patreksfirði.

​Var þetta útkall eitt af þremur verkefnum Varðar sama sólahringinn, þar sem farið var í lóðsferðir bæði fyrir og eftir þetta útkall.