Djúp lægð gengur yfir suðvesturland

5. jan. 2022 - Höfuðborgarsvæðið

Björgunarsveitir sinntu um 100 verkefnum vegna óveðurs aðfaranótt fimmtudagsins 6. janúr, eftir að fyrsta útkallið barst að kvöldi miðvikudags klukkan 22:17. Lang flest voru útköllin á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en björgunarsveitir voru einning kallaðar út í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum.

Um var að ræða fok á lausamunum eins og fiskikörum, ruslatunnum og jafnvel jólatrjám. Einnig þurfti björgunarsveitarfólk að koma böndum á grindverk, garðskúrar, þakplötur og klæðingar á húsum, og eitthvað var um byggingaefni að fjúka á byggingasvæðum og vinnupalla sem færst höfðu úr stað. Minna var þó um verkefni við hafnir eða í nálæð við sjó.

Mesta álagið var milli ellefu og tvö um nóttina, en upp úr því fór að hægja á tilkynningum til 112 vegna veðurs og höfðu allir hópar sjálfboðaliða björgunarsveita lokið störfum seint um nóttina.