Farmi bjargað úr flutningabíl eftir árekstur

Rétt fyrir miðnætti föstudaginn 7. janúar var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu þegar flutningabíll hafnaði utan vegar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ eftir árekstur við annan bíl. Í bílnum voru 33 bretti af fiski í frauðkössum og voru rúmlega 30 björgunarsveitarmenn að störfum til fimm um nóttina við að bjarga farminum frá skemmdum. Á vettvangi var mjög hvasst og mikil hálka.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt