Fastur bíll í Fiská við Þríhyrning

16. apríl 2021 - Suðurland

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan 14 eftir að tilkynning barst um bíl sem sat fastur í Fiská við Þríhyrning. 4 voru um borð í bílnum og komst einn úr bílnum og gat hringt eftir hjálp. Um hálftíma eftir að útkall barst voru björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn komnir á vettvang. Þó nokkur straumur var í ánni en vel gekk að komast að bílnum og draga hann á þurt. Allir farþegar í bílnum voru óslasaðir og voru björgunarsveitir komnar aftur til síns heima klukkan 15:00.