Fiskveiðiskipið Masilik strandar við Vatnsleysuströnd

Varðskipið Freyja og björgunarbátar vinna saman að björgun Masilik

Grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði undan Vatnsleysuströnd um kvöldmataleytið 16. desember 2021, þá reyndi á mikilvægt samstarf Landhelgisgæslu Íslands og björguanrsveita. Varðskipið Freyja fór í sína fyrstu björgunaraðgerð og kallaðir voru út björgunarbátar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveitarmenn á suðurnesjum voru til taks í landi. Stór hluti áhafnarinnar var fluttur í land með björgunarbátum um miðnætti og ekki urðu slysa á fólki.

Björgunarsveitafólk á björgunarbátum voru á vettvangi og aðstoðuðu áhöfn Freyju við að koma taug um borð í Masilik. En um klukkan 3:00 um nóttina tókst að draga fiskiskipið á flot og héldu björgunarsveitir þá til síns heima eftir velheppnaða aðgerð.

Hlaða niður
Hlaða niður
Hlaða niður
Hlaða niður

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt