Kona fellur fram af klettum við Grenivík

18. apríl 2021 - Norðurland eystra

Björgunarsveitinni á Grenivík barst útkall um miðjann daginn eftir að kona hafði fallið nokkra metra fram af klettum og slasast á fæti. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru fljótt á vettvang og hlúðu að konunni. Setja þurfti upp búnað til að tryggja öryggi konunnar og björgunarmanna þegar hún var flutt upp bratta brekku að sjúkrabíl sem fór með hana til aðhlynningar á Fjóðungssjúkrahúsið á Akureyri.