Kröpp lægð býður upp á hundleiðinlegt veður víða

25. jan. 2022 - Höfuðborgarsvæðið

Fljótlega eftir að appelsínugular veðurviðvaranir tóku gildi klukkan tíu að morgni þá bárust fyrstu útköll björgunarsveita vegna veðursins. Þetta er ekki fyrsta lægðin sem sveitirnar hafa þurft að glíma við á árinu og voru þær því klárar að bregðast útköllum dagsins, alveg á tánum án upphitunar.

Á hádegi höfðu björgunarsveitir verið kallaðar út í Hveragerði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Grindavík, Hellu og VÍk, í öllum tilfellum vegna foks á þakplötum eða klæðningum. Það er því óhætt að segja að veðurspáin hafi ræst að miklu leiti.

Frameftir degi héldu útköllin áfram að berast, einna flest voru þau á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum, seinni part dags bættust við nokkur útköll á Akranesi. Óvenju algeng voru verkefni, eins og fyrr segir, þar sem þakplötur, klæðningar og þakkantar voru að fjúka. Einnig var tilkynnt um fok á lausamunum, brota glugga, foktjón á byggingasvæðum, grilla að fjúka, já og trampolín, sem má kalla algeng eða hefðbundin verkefni fyrir björgunarsveitir í aðstæðum sem þessum.

Einnig þurfti björgunarsveitafólk að huga að bátum í höfnum í nokkrum tilfellum, aðalega á Suðurnesjum.

Óveðursútköll dagsins í tölum

  • 0manns
    svöruðu útkalli
  • 0sveitir
    kallaðar út
  • 0tæki
    notuð í útköllum
  • 0verkefni
    leyst af sjálfboðaliðum
  • 0trampolín
    bundin niður
    Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein varð fyrir tjóni þegar það lá við bryggju í Sandgerði þegar versta veðrið gekk yfir. Gat á stærð við stóra pizzu koma á bakborðssíðu skipsins vel fyrir ofan sjólínu og fór því ekki sjór í skipið. Skip fór í slipp í Njarðvík til viðgerðar.
    Flest útköllinn voru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.
    Fok á þakplötum og klæðningum voru algengari en oft áður í dag sem helgast líklega af óalgengri vindátt.