Ófærð: Aðstoð við heilbrigðisstarfsfólk og sjúkraflutninga

2. jan. 2022 - Norðurland eystra

Mikill erill hjá björgunarsveitum í byrjun árs

Björgunarsveitir voru kallaðar nokkuð oft út sunnudaginn 2. janúar 2021 vegna ófærðar, eftir annars erilsaman nýársdag þegar óveður gekk yfir mest allt landið. 2. janúar byrjaði á því að björgunarsveitafólk kom heilbrigðisstarfsmönnum til og frá vinnu á Héraði.

Í tvígang voru björgunarsveitir kallaðar út vegna sjúkraflutninga, greiða þurfti leið fyrir sjúkrabíl og flytja sjúkraflutningamenn á vettvang, í Laxárdal og í Hróarstungu í Héraði.

Til viðbótar var ökumönnum bíla sem lent höfðu í ófærð komið til aðstoðar ásamt því að handfylli tilfallandi fokverkefna voru leyst.