Ófærð: Þungfært á norðausturlandi

28. des. 2021 - Norðurland eystra

Slæmt veður og töluverð ofankomu var á Norðurlandi eysta og þó nokkuð af útköllum bárust björgunarsveitum í landshlutanum. Það hófst á Siglufirði um klukkan 13 þegar björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn innanbæjar vegna ófærðar, mjög snóþungt var í bænum og margir í vandræðum. Á svipuðum tíma fór hjálparsveit úr Reykjadal upp á Laxárdalsheiði og aðstoðaði ökumann á straumlausum bíl, honum var gefið start og fylgt niður af heiðinni.

Ófærð víða á fjallvegum og vandræði á Öxnadalsheiði

Seinni partinn voru björgunarsveitir aftur kallaðar út, þá á Akureyri, Mývatni og Vopnafirði. Loka þurfti þjóðveginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og fyldi björgunarsveitarfólk nokkrum bílum niður um leið og veginum var lokað. Björgunarsveit á Vopnafirði fór til aðstoðar ökumanni á straumlausum bíl og seinni partinn stóðu yfir aðgerðir hjá björgunarsveit frá Akureyri innst í Öxnardal. Þar voru nokkrir ökumenn í vanda vegna færðar og að minnsta kosti einn bíll komin utan vegar. Snómoksturstæki voru á staðnum en sterkir vindstrengir blésu fyrir innan bæinn Gloppu rétt áður en haldið er upp á Öxnadalsheiði.