Örmagna göngumenn við Versali á Sprengisandi

27. júní 2022 - Suðurland

Rétt fyrir hádegi barst Neyðarlínu tilkynning frá örmagna göngumönnum sem staddir voru á Sprengisandsleið. Þeir höfðu verið á göngu í um viku og voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda mikið rignt á hálendinu. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þeir voru komnir að mönnunum um miðjan daginn og skutluðu þeim til Landmannalauga þangað sem komið var um klukkan 5 síðdegis og hlúð var að þeim.